Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Læti - 14. júní

 

Þvílík læti. Í þessum skrfiuðu orðum var einhver að skjóta upp rakettum af mikilli elju, bílar að þjóta á millljón km. hraða í næsta nágrenni og lið manna að öskra sig hása á víð og dreif um bæinn. 

Jú jú. Ég er hér í rólegheitabænum Akureyri. Það eru bara tvær helgar undanskildar rólegheitunum; Verslunarmannahelgin og ÞESSI helgi. Kannski væri ráð að hún fengi nafn, gæti kallast ,,LÚKASARHEGLI", en það var einmitt um þessa helgi í fyrra sem harmleiknum um hundinn Lúkas var ýtt úr vör, sem reyndist síðan ekki vera neinn harmleikur því blessaður hundurinn Lúkas var sprelllifandi eftir allt saman. Reyndar þjakaður mjög eftir margra mánaða útivist, kaldur, svangur og hrakinn. En þá hlið málsins virðast fáir hugsa út í, kjósa frekar að henda að gamanrúnum umstang það sem varð vegna hugsanlegs morðs á hundinum og minningarathafnir sem haldnar voru honum til heiðurs. En ég hef hitt Lúkas í eigin persónu ásamt eiganda hans. Lúkas er yndislegur hundur, greindarlegur, blíðlegur og fallegur. Og hann á greinilega gott heimili þar sem vel er hugsað um hann.

 

 

 

 


Annar ísbjörn, góðan daginn!

Jæja, öllum að óvörum birtist bara annar ísbjörn á landi á örskömmum tíma. Það skyldi þó aldrei vera  rétt  að eiga hér útbúnað og viðbragðsáætlun til að fanga dýr sem eru í útrýmingarhættu LIFANDI eins og Guðfríður Lilja benti á í spjallþætti á laugardagsmorgni hér fyrir skemmstu og einhver íhaldsmaðurinn hló að.

Ég óska þess innilega að vel takist til að ná þessu stóra dýri lifandi og færa það á ,,bjarnvænar" slóðir.

 Sigríður ,,ÍS"Birna  Guðjónsdóttir


mbl.is Ísbjörninn rólegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðskjálftarnir á Suðurlandi

Þetta er óhugnanlegt með þessa jarðskjálfta. Ekkert skemmtilegt að vita af mömmu og pabba staðsettum á þessu hamfarasvæði. Auðvitað er Ísland eitt alsherjar náttúruhamfarasvæði. Jörðin raunar öll. Heimurinn er hamfarasvæði. Hljómar vel. Það er lífshættulegt að lifa....  Nú nú. Svartsýnin komin á flug sem oftar. Best að taka á því máli. Ætti ég að notast við  HAM eða TAM? (Hugræna atferlismeðferð eða tilfinningamiðaða atferlismeðferð) Kannski hvoru tveggja? Nei, það er líklegast ekki hægt þar sem þessar aðferðir eru víst í raun andstæðar.  Undanfarin ár hafa sprottið upp eins og gorkúlur einstaklingar og stofnanir sem beita þessum aðferðum á aðila í kvíðaröskunargeiranum. Sú síðarnefnda er nýrri. Það veit ég bara vegna þess að um tíma var ég að aðstoða við þýðingar á fyrirbærinu. Það er nú það. En ég var að tala um jarðskjálftana. Mér eru í fersku minni jarðskjálftar og eldgos  frá uppvaxtarárunum á Selfossi.  A.m.k. tvö eða þrjú Heklugos, sem maður sá vel út um svefnherbergisgluggann og svo Vestmannaeyjagosið. Þá lagði maður leið sína niðrí Stokkseyrarfjöru. Það sást vel þaðan. Svo voru alltaf jarðskjálftar við og við. Sífellt beðið eftir Suðurlandsskjálftanum mikla. Og nú er hann búinn að kom tvisvar, er það ekki annars? Mamma og pabbi hafa alltaf verið með vissan viðbúnað í gangi út af þessari miklu skjálftavirkni. Bókahillur rammlega festar, engir opnir skápar og þess vandlega gætt að engir þungir myndarammar séu fyrir ofan rúmin manns.

Ég vil helst fá þau til mín hingað norður, en það vilja þau nú ekki að svo stöddu. Þau eru líka ótrúlega róleg yfir þessu. Ég var stödd á Lanzarote þegar stóru skjálftarnir riðu yfir, frétti það um leið og það gerðist, með vægast sagt undarlegum hætti. Hringdi auðvitað  strax heim og talaði við sallarólega foreldra mína. Bara að þetta sé nú gengið yfir. Auðvitað er alls ekki enn komið á daginn hversu miklar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum.  Mig grunar nú að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós varðandi afleiðingar þessara jarðskjálfta.


Höfundur

Sigríður Birna Guðjónsdóttir

Höfundur heitir Sigríður Birna Guðjónsdóttir og býr á Akureyri, Helgamagrastræti 9 Akureyri.

 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...imb_og_dval
  • DSC 0050
  • Ágúst 2008.. 319
  • Ágúst 2008.. 228
  • I Love You Brother

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband