Færsluflokkur: Bloggar

Kalt sumar

Sumarið 2011 gekk í garð með kulda, frosti og snjókomu. Veðurfar þetta hefur varað nú fram í miðjan júlí. Heldur skárra hefur veðrið þó verið á suðurlandi, og reglulega birtast fréttir af sólbrúnum og sællegum Reykvíkingum.:)

Jæja, en hvað um það. Ég lítið notað þessa bloggsíðu undanfarið, ekki síðan 2008 sýnist mér. Ég vil nú gjarnan taka upp þráðinn að nýju. Þarf að kynna mér ýmislegt upp á nýtt, einnig þar ég að komast að því hvernig maður tengir bloggfærslur við face-book. Jæja. Kerlingin gerir eitthvað í þessu, vonandi er tæknin í hinum nýju samskiptaformum ekki alveg vaxin henni yfir höfuð.
Góðar stundir


Annabella

Fyrir nokkrum vikum bættist við einn meðlimur í fjölskylduna. Það er hún ungfrú Annabella Viktoría, rauðgulbröndóttur kettlingur frá Sandhólum í Eyjafjarðarsveit.  Henni var komið til manna af heimasætunni Þórlaugu, sem sá móður hennar, sem er villiköttur, með örsmáa kettlinga inn í hlöðu.Tók hún fyrst einn kettling, kolsvartan, sem nú gegnir nafninu ,,Púmba" í sína vörslu. Hann var svo lítill að hún varð að gefa honum að drekka úr sérstaklega útbúnum pela. Hann dafnaði vel.

U.þ.b. hálfum mánuði eftir þetta sá Þórlaug læðuna aftur, en þá var hún komin á annan stað í útihúsunum með kettlingana sem eftir voru. Henni tókst að ná tveimur þeirra, en einn varð eftir hjá móðurinni.

Þessir tveir sem heimasætan Þórlaug náði, voru systurnar Annabella og Ísabella. Eins og áður segir býr Annabella hjá okkur í Helgamagrastræti, en Ísabella, sem er svartyrjótt á lit flutti til Reykjavíkur með Unni Birnu.

 Sést hefur til móðurinnar og kettlingsins sem eftir varð hjá henni í útihúsum á Sandhólum. Þau eru ljónstygg og sá stutti sem er gulbröndóttur högni, er að sögn orðinn stór og myndarlegur, meira en helmingi stærri en systkini hans.

Ég hef það fyrir satt að kettir þessir séu komnir í beinan kvenlegg frá hinum eina og sanna JÓLAKETTI sem svo margar sagnir eru til um.

Það er einmitt það. Jólakötturinn hefur ekki haft sem best orð á sér í gegnum tíðina, en nú er sannleikurinn loks kominn upp á yfirborðið. Loks getur kötturinn sá notið sannmælis. Þar sem ungfrú Annabella er afkomandi hans, spurði ég hana hvað hún vissi um þessa forvitnilegu veru. Mér til undrunar vissi hún meira en mig hafði grunað.  Hún vissi allan sannleikann um hinn ægilega Jólakött sem hrætt hefur alla þjóðina svo lengi sem sögur fara af.

Saga ungfrú Önnubellu:


Hættumerki

Datt mér ekki í hug. Nú byrjar söngurinn um að virkja, virkja, virkja. Umhverfið, landið okkar og náttúran á ekki lengur að ,,njóta vafans" eins og skein í gegn í viðtali við Kristján Þór Júlíusson þegar rætt var um hvort ekki skuli ljúka umhverfismatsferli á Bakka við Húsavík. Nei,  Það á bara að sleppa því . Láta slag standa. Reisa álver sem víðast og örugglega dreymir þessa menn (því Kristján er nú aldeilis ekki einn um þessa skoðun) um fleiri afbrigði af eiturspúandi stóriðjufyrirtækjum. Nú er lag. Nú er lag að fá fólk til að trúa þessari bölvuðu vitleysu.  Já, ég segi bölvuðu, því þau áform að ráðast gegn náttúru Íslands, lífinu, sem þar fyrirfinnst er ekki af hinu góða.

 


Eftir langt hlé

Langt hlé hefur myndast í bloggfærslum mínum. Það er nú eins og það er.

En ég var að velta svolitlu fyrir mér í öllum þessum látum sem eiga sér stað vegna fjármálakreppunnar

Það er verið að setja á laggirnar aðstöðu til áfallahjápar út um allt land til að taka við örvinluðu fólki, reiðu og döpru vegna ástandsins sem hefur myndast hjá þjóðinni. Það er í sjálfu sér ágætt, en kannski er vert að hafa í huga að ekki má það fara þannig að þeir sem eru reiðir, sárir og finnst þeir órétti beittir fari allir inn í eitthvert geðbatterí sem miðar að því að ,,lækna" fólk af öllum þessum viðbrögðum við óréttlætinu. Fólk verður líka að láta tilfinningar sínar þ.á.m. reiði vegna stöðu mála, í ljós við þá sem eru við stjórnvölinn í þessu blessaða landi okkar, sýna samstöðu um að svona viljum við ekki hafa hlutina, viljum ekki sætta okkur við að tiltölulega fáir einstaklingar geti rústað lífi svo ótalmargra á svipstundu án þess að nokkuð verði að gert. Er nokkur hætta á því að stjórnvöld leggi OFURáherslu á að smala hávaðanum af þjóðinni inn á sjúkrahús til þess að slá á einkennin svo þau hafi frið til að halda áfram uppteknum hætti?  það voru jú þau, með núverandi seðlabankastjóra í broddi fylkingar sem sköpuðu jarðveginn fyrir græðgisvæðinguna.

Ég meina bara þetta: Auðvitað á að hjálpa öllum eins og hægt er, sumir eru í verulega slæmum málum ( kannski ég líka, ég bara veit það ekki ) eins og að eiga á hættu að missa húsin sín t.d. En það má ekki svæfa baráttuvilja fólksins. Viljann til að breyta og berjast fyrir öðruvísi samfélagi en því sem hér hefur verið spólað upp af stjórnvöldum undanfarin ár.


Brjálað veður

Fréttir bárust um fárviðri víðs vegar á suður og vesturlandi í kvöld. Allt að fjúka til andskotans. (afsakið orðbragðið). Ég sit nú hér norður í landi um hánótt og blogga, andvaka út af hávaðanum í veðrinu. Þetta er sem sagt hér líka. Nú viðist tími haustSTILLA  vera liðinn og kannski haustRIGNINGA líka og tími taumlaustra haustVINDA genginn í garð. Sem sagt: Trén sköllótt á morgun. Vonandi verða bara engir mannskaðar í þessum veðurham, fólk verður að fara varlega með allar þessar þakplötur og ég veit ekki hvað, svífandi í loftinu.


Læti - 14. júní

 

Þvílík læti. Í þessum skrfiuðu orðum var einhver að skjóta upp rakettum af mikilli elju, bílar að þjóta á millljón km. hraða í næsta nágrenni og lið manna að öskra sig hása á víð og dreif um bæinn. 

Jú jú. Ég er hér í rólegheitabænum Akureyri. Það eru bara tvær helgar undanskildar rólegheitunum; Verslunarmannahelgin og ÞESSI helgi. Kannski væri ráð að hún fengi nafn, gæti kallast ,,LÚKASARHEGLI", en það var einmitt um þessa helgi í fyrra sem harmleiknum um hundinn Lúkas var ýtt úr vör, sem reyndist síðan ekki vera neinn harmleikur því blessaður hundurinn Lúkas var sprelllifandi eftir allt saman. Reyndar þjakaður mjög eftir margra mánaða útivist, kaldur, svangur og hrakinn. En þá hlið málsins virðast fáir hugsa út í, kjósa frekar að henda að gamanrúnum umstang það sem varð vegna hugsanlegs morðs á hundinum og minningarathafnir sem haldnar voru honum til heiðurs. En ég hef hitt Lúkas í eigin persónu ásamt eiganda hans. Lúkas er yndislegur hundur, greindarlegur, blíðlegur og fallegur. Og hann á greinilega gott heimili þar sem vel er hugsað um hann.

 

 

 

 


Annar ísbjörn, góðan daginn!

Jæja, öllum að óvörum birtist bara annar ísbjörn á landi á örskömmum tíma. Það skyldi þó aldrei vera  rétt  að eiga hér útbúnað og viðbragðsáætlun til að fanga dýr sem eru í útrýmingarhættu LIFANDI eins og Guðfríður Lilja benti á í spjallþætti á laugardagsmorgni hér fyrir skemmstu og einhver íhaldsmaðurinn hló að.

Ég óska þess innilega að vel takist til að ná þessu stóra dýri lifandi og færa það á ,,bjarnvænar" slóðir.

 Sigríður ,,ÍS"Birna  Guðjónsdóttir


mbl.is Ísbjörninn rólegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðskjálftarnir á Suðurlandi

Þetta er óhugnanlegt með þessa jarðskjálfta. Ekkert skemmtilegt að vita af mömmu og pabba staðsettum á þessu hamfarasvæði. Auðvitað er Ísland eitt alsherjar náttúruhamfarasvæði. Jörðin raunar öll. Heimurinn er hamfarasvæði. Hljómar vel. Það er lífshættulegt að lifa....  Nú nú. Svartsýnin komin á flug sem oftar. Best að taka á því máli. Ætti ég að notast við  HAM eða TAM? (Hugræna atferlismeðferð eða tilfinningamiðaða atferlismeðferð) Kannski hvoru tveggja? Nei, það er líklegast ekki hægt þar sem þessar aðferðir eru víst í raun andstæðar.  Undanfarin ár hafa sprottið upp eins og gorkúlur einstaklingar og stofnanir sem beita þessum aðferðum á aðila í kvíðaröskunargeiranum. Sú síðarnefnda er nýrri. Það veit ég bara vegna þess að um tíma var ég að aðstoða við þýðingar á fyrirbærinu. Það er nú það. En ég var að tala um jarðskjálftana. Mér eru í fersku minni jarðskjálftar og eldgos  frá uppvaxtarárunum á Selfossi.  A.m.k. tvö eða þrjú Heklugos, sem maður sá vel út um svefnherbergisgluggann og svo Vestmannaeyjagosið. Þá lagði maður leið sína niðrí Stokkseyrarfjöru. Það sást vel þaðan. Svo voru alltaf jarðskjálftar við og við. Sífellt beðið eftir Suðurlandsskjálftanum mikla. Og nú er hann búinn að kom tvisvar, er það ekki annars? Mamma og pabbi hafa alltaf verið með vissan viðbúnað í gangi út af þessari miklu skjálftavirkni. Bókahillur rammlega festar, engir opnir skápar og þess vandlega gætt að engir þungir myndarammar séu fyrir ofan rúmin manns.

Ég vil helst fá þau til mín hingað norður, en það vilja þau nú ekki að svo stöddu. Þau eru líka ótrúlega róleg yfir þessu. Ég var stödd á Lanzarote þegar stóru skjálftarnir riðu yfir, frétti það um leið og það gerðist, með vægast sagt undarlegum hætti. Hringdi auðvitað  strax heim og talaði við sallarólega foreldra mína. Bara að þetta sé nú gengið yfir. Auðvitað er alls ekki enn komið á daginn hversu miklar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum.  Mig grunar nú að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós varðandi afleiðingar þessara jarðskjálfta.


Úlfar í sauðagæru

Ekki er maður alltaf jafnheppinn. Kveikti á útvarpinu í morgun og að mér setti hroll þegar yfir eldhúsið mitt flæddi rödd úr fortíðinni sem síður en svo vakti upp góðar minningar, svo ekki sé meira sagt. Rödd sem ég þekki því miður allt of vel. Jú, þetta var viðtal við skólastjórann á Stóru-Tjörnum í S-Þing. Nú er víst betra að fara varlega og segja ekki of mikið. Tilefni viðtalsins skilst mér hafa verið kosningar um sameiningarmál þarna norður frá.

Mikið getur fólk nú villt á sér heimildir. Hann talaði af stakri hógværð um  mikilvægi skólanna í litlum samfélögum. Tónlist, þorrablót, sameiningu sveitarfélaga og stiklaði á stóru yfir uppruna sinn og feril, sem virtist af eigin áliti hafa verið  bara nokkuð góður innan skólasamfélagsins sem utan. Sjálfsblekkingin í algleymingi. Eftir ítrekaðar tilraunir til að hasla sér sér völl innan skólakerfisins, með hugmyndir um nauðsyn einræðis og pýramídakerfis að vopni, situr hann sem kóngur í ríki sínu í litlu samfélagi þar sem hann ríkir yfir ÞREMUR skólum: Grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Draumur hans um EINN stjórnandi yfir öllum skólum á svæðinu rættist þar.

Æi já. Svo kom ræða um nýafstaðnar kosningarnar um sameiningarmál. Einnig  kosningar þær sem undirskriftalistinn bað um í kjölfar úrslitanna úr þeim.  Undirskriftarlistinn sem birtist allt í einu og öllum að óvörum af því er virtist. Birtist bara out of the blue og krafðist þess að það yrði kosið aftur. Undirskriftarlistinn gat ekki hugsað sér að sameinast öðru sveitarfélagi, hvað þá að eiga á hættu breytingar á tilhögun skólahalds á svæðinu, jamm og já. Sumir elska völd meira en aðrir.  Það hljóta því að hafa verið undirskriftarlistanum mikil vonbrigði þegar endurteknar kosningar um sameiningu leiddu til sömu niðurstöðu og áður.

 


18.apríl á Heilsustofnun NLFÍ (vandræði með þetta nafn..)

Ég hélt ég myndi lesa 30 bækur, skrifa hverja bloggfærsluna á fætur annarri, hlusta á tónlist af cd-spilaranum sem Dagný lánaði mér, tala nú ekki um spænskukennsludiskana með M.T. sem hefði verið svo upplagt að láta síast inn í hausinn á sér hérna í friðsældinni. En, nei nei. Ekkert af þessu gerðist og kemur þar ýmislegt til. Reyndar fór ég á upprifjunarnámskeið í frönsku hér eina nóttina, í DRAUMI, og vaknaði með hausinn fullann af orðum sem ég lærði fyrir hundrað árum, en var búin að gleyma. Það er ekki einleikið hvað mig hefur dreymt undarlega og ótrúlega skýra drauma hér á þessum stað. Ég ætla ekki að ræða það frekar hér.  Það myndi einungis renna styrkari stoðum undir þann grun að undirrituð væri fjarri því að vera með öllum mjalla.

Nú er greinilegt að ,,senn fer vorið á vængjum yfir Flóann"  og maður vonar enn og aftur að sumardagurinn fyrsti sem óðum nálgast beri með sér birtu og yl.


Næsta síða »

Höfundur

Sigríður Birna Guðjónsdóttir

Höfundur heitir Sigríður Birna Guðjónsdóttir og býr á Akureyri, Helgamagrastræti 9 Akureyri.

 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...imb_og_dval
  • DSC 0050
  • Ágúst 2008.. 319
  • Ágúst 2008.. 228
  • I Love You Brother

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband