Læti - 14. júní

 

Þvílík læti. Í þessum skrfiuðu orðum var einhver að skjóta upp rakettum af mikilli elju, bílar að þjóta á millljón km. hraða í næsta nágrenni og lið manna að öskra sig hása á víð og dreif um bæinn. 

Jú jú. Ég er hér í rólegheitabænum Akureyri. Það eru bara tvær helgar undanskildar rólegheitunum; Verslunarmannahelgin og ÞESSI helgi. Kannski væri ráð að hún fengi nafn, gæti kallast ,,LÚKASARHEGLI", en það var einmitt um þessa helgi í fyrra sem harmleiknum um hundinn Lúkas var ýtt úr vör, sem reyndist síðan ekki vera neinn harmleikur því blessaður hundurinn Lúkas var sprelllifandi eftir allt saman. Reyndar þjakaður mjög eftir margra mánaða útivist, kaldur, svangur og hrakinn. En þá hlið málsins virðast fáir hugsa út í, kjósa frekar að henda að gamanrúnum umstang það sem varð vegna hugsanlegs morðs á hundinum og minningarathafnir sem haldnar voru honum til heiðurs. En ég hef hitt Lúkas í eigin persónu ásamt eiganda hans. Lúkas er yndislegur hundur, greindarlegur, blíðlegur og fallegur. Og hann á greinilega gott heimili þar sem vel er hugsað um hann.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Birna Guðjónsdóttir

Höfundur heitir Sigríður Birna Guðjónsdóttir og býr á Akureyri, Helgamagrastræti 9 Akureyri.

 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...imb_og_dval
  • DSC 0050
  • Ágúst 2008.. 319
  • Ágúst 2008.. 228
  • I Love You Brother

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband