Að loknum alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi

Ja góðan daginn!

Hér er sem sagt fyrsta færslan á þessari bloggsíðu.

Eina ferðina enn er undirrituð á vappi um miðja nótt. Raunar er hún meira en ,,á vappi" því á þessum tíma sólarhrings er hún alltaf hressust og finnst því upplagt að gera ýmis húsverk sem setið hafa á hakanum, þvo gluggana, laga til í skúffum, skúra, hengja upp og brjóta saman þvott, þvo klósettin og svona má lengi telja. Meira að segja hefur hún oftar en einu sinni eldað mat fyrir næsta dag eða  bakað köku.

Já, maður er víst meira en lítið undarlegur og á skjön við allt og alla. 

 Ég þarf til dæmis að fara snemma á fætur á morgun og einsetti mér að fara ekki seint að sofa.

En hvað skeður? Þegar komið er fram yfir miðnætti er eins og heilasellurnar vakni af dvala. Ótal hugmyndir skjóta upp kollinum og lífið virðist bjart og skemmtilegt. Það er nefnilega það. Þá tímir maður ekki að fara að sofa. Loksins eðileg, get hugsað og framkvæmt ýmislegt, en framkvæmdagleðinni  eru skorður settar, þar sem nóttin ríkir í mannheimum og þá hvílast venjulegir menn. Hafa fullan rétt á því. Svoleiðis á maður að vera.

Þetta virðist óleysanlegt ,,vandamál" úbbs! Það flaug FLUGA upp í nefið á mér! 

Aha. skrifa meira síðar.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Sigríður Birna Guðjónsdóttir

Höfundur heitir Sigríður Birna Guðjónsdóttir og býr á Akureyri, Helgamagrastræti 9 Akureyri.

 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...imb_og_dval
  • DSC 0050
  • Ágúst 2008.. 319
  • Ágúst 2008.. 228
  • I Love You Brother

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband