Nú er ég sem sagt á "hælinu" reyndar er búið að fjarlægja það heiti úr nafni stofnunarinnar. Var víst búið að fá einhverskonar yfirfærða merkingu, frekar neikvæða. En ef maður hugsar út í það þá er "hæli" alveg fyrirtaksorð, m.a. skylt ens."to heal" sem merkir ,,að lækna", ,,gera heilan" og svo auðvitað tengsl þess við ,,skjól" eð ,,skýli" að ,,leita hælis".
Allavega er afskaplega gott að vera hér.
SBG
Bloggar | 4.4.2008 | 16:50 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er hann Nonni Boggi (Jón Guðbergur), bröndótti skapgóði, flotti kötturinn minn með hringuðu rófuna (já, svona eins og íslenskur fjárhundur) að verða 6 ára. Hann er unglegur og hress og ennþá svolítill prakkari eins og þegar hann var lítill og braut vasa og borðaði rósir og ég orti um hann þessa vísu:
Brýtur lampa, borðar rósir,
brýst svo inn í ísskápinn.
Tiplar yfir tómar dósir
tindilfætti kötturinn.
Bloggar | 9.2.2008 | 01:24 (breytt 28.3.2008 kl. 21:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrátt fyrir allt
Það mun koma sem fyrr
eftir langa daga
og dimma
og hrópin í hjartanu:
VORIÐ
Bloggar | 7.2.2008 | 03:20 (breytt kl. 03:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 19.1.2008 | 00:40 (breytt 22.1.2008 kl. 03:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, nú er búið að frumsýna verkið sem Unnur Birna hefur verið að spila í, Jesus Christ Superstar, Borgarleikhúsinu.
Hún spilar þar á fiðlu eins og engill, hún er frábær! Við sáum rennsli um daginn og ég sá náttúrulega BARA Unni, fannst hún BEST. En auðvitað var þetta allt flott. Sviðsmyndin fannst mér góð, Ingvar Sigurðssoon frábær eins og venjulega og aðrir söngvarar og leikarar gerðu þetta vel, þó hefði textinn mátt skila sér betur hjá sumum. Lokalagið: Gæsahúð og Tár, góðan daginn.
Ég er búin að vera þrælstressuð yfir þessari frumsýningu. Ekki það að nein sértök ástæða hafi verið til þess, svo er ég líka svo oft búin að sjá hvað Unnur mín er töff og einbeitt þegar svo ber undir. Það er bara mömmuhjartað sem lætur ekki að sér hæða, maður er með hnút í maganum, vöðvabólgu, hraðan hjartslátt og varla viðmælandi þegar elsku ljósin manns eru annars vegar. En þetta gekk nú allt vel og nú er bara að vona að þannig verði áfram.
Til hamingju!
Bloggar | 29.12.2007 | 02:16 (breytt kl. 18:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Elsti kötturinn minn, síamskötturinn Manni er nú orðinn 17 ára gamall. Blessaður kallinn er búinn að ganga með okkur í gegnum þunnt og þykkt síðastliðin 17 ár! Unnur var var bara þriggja ára þegar hann kom til skjalanna, var sendur til okkar með flugvél norður að Laugum þar sem við vorum þá búsett (í allt of langan tíma, en það er nú önnur saga) og Dagný var ekki fædd! Hann er sumsé þremur árum eldri en yngri dóttir okkar sem er 14. (Þetta er farið að hljóma eins og reiknisdæmi, LESDÆMI, en undirritaðri var meinilla við slík fyrirbæri hér í eina tíð...
En áfram um ketti. Við eigum eins og áður segir hann MANNA (17), NONNA BOGGA (5) og svo Rex-kettina SIMBA og SVALA sem báðir eru fjögurra ára gamlir. Þetta eru allt yndislegar verur.
Já, það er eitthvað við ketti sem alla tíð hefur heillað mig. Það er svo gaman að fylgjast með því hversu ólíkar persónur allir þessir fjórir gæjar mínir eru. Ég fann fyrir þá hvern og einn alveg ágætis lýsingarorð, sem einnig geta staðið sem nöfn: ,,Háttvís, Ratvís, Hvatvís og Alvís." Manni minn er Alvís, hann er svo gáfaður og lífsreyndur, Nonni Boggi Ratvís, blessaður bröndótti töffarinn minn sem rataði heim aftur eftir að hafa horfið í 4 daga eftir að við fluttum, Svali Rex er Hvatvís, en ég er þess fullviss að væri hann manneskja teldist hann ofvirkur, með vott af athyglisbresti..en hann er svo mikið, mikið , mikið góður og hann er sá eini þeirra sem horfir í spegil og á sjónvarp. Þá er hann elsku Simbi minn eftir, en orðið Háttvís á einstaklega vel við hann. Virðulegri og yndislegri veru er vart hægt að hugsa sér. Yfir houm er einhver undursamleg ró og fegurð.
Ég get talað meira um kettina mína og öll hin dýrin á heimilinu, en það bíður betri tíma því eins og vant er þá er komin hánótt þegar ég sest við skriftir. En, Manni minn! Til hamingju með 17 ára afmælið. Heill sé þér vinur, vitri og tignarlegi öldungur!
Bloggar | 27.11.2007 | 04:30 (breytt 27.12.2007 kl. 16:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var á furðulegum fundi hér á Akureyri um daginn. (30. okt.) Það var opinn fundur um málefni Tónlistarskólans á Akureyri sem skólanefnd Akureyrarbæjar með embættismanninn Gunnar Gíslason í fararbroddi efndi til.
Þannig vildi nú til að fyrrnefndur Gunnar Gíslason, (deildarstjóri skóladeildar, fræðslustjóri og framkvæmdastjóri skólanefndar) var veðurtepptur í Reykjavík þetta kvöld sem fundurinn fór fram, þannig að skólastjóri tónlistarskólans bar hitann og þungann af stjórn og umræðuefnum fundarins.
Fljótlega kom í ljós að meginmarkmið samkomu þessarar var að gera almenningi ljóst að Tónlistarskóli nn á Akureyri væri hin eina og sanna menntastofnun er sinnti tónlistarkennslu hér í bænum, allt annað, eða svonefndir "hobbýskólar" (orðalag skólastjórans) væru bara bull og hefðu engan rétt á sér, eða svo ég vitni beint í eina af mörgum glærum sem skólastjórinn hafði sér til fulltingis: "Við þurfum ekki: Hobbýskóla". Þessari fullyrðingu fylgdi hann síðan úr hlaði með lýsingum á því hversu mikilvægt væri að nemendur lærðu "rétt" og gleymdu sér ekki í því sem þeim þætti gaman. Tónlistarkennsla, þannig úr garði gerð að nemendur hefðu gaman að tónlistartímum, var að hans mati afar varhugaverð. Síðan fór hann að nefna dæmi um tónlistarmenn úr dægurlagageiranum sem væru nú ekki aldeilis þeirrar gerðar að vera "góðar fyrirmyndir". Þar nefndi hann sérstaklega MEGAS. Taldi hann illa talandi og laglausan. Sem sagt: Afar vond fyrirmynd.
Síðan kom fullyrðing um að klassískt lærðir söngvarar ættu ekki í neinum vandræðum með að syngja dægurlög, en ef dægurlagasöngvarar ættu að fara að bregða sér í hlutverk klassískra söngvara þá væri nú aldeilis annað uppi á teningnum! "Hvernig haldið þið til dæmis að það yrði ef Britney Spears ætlaði að reyna að syngja klassík....." Þegar hér var komið var undirrituð oðin mjög vel meðvituð um hrokann sem einkenndi framgöngu ræðumanns. Sami gamli lífsegi tendensinn að upphefja eitthvað á kostnað annars. Allt í lagi að gera lítið úr nokkrum ómerkilegum poppurum í leiðinni ef það mætti verða til þess að opna augu hins fávísa meðaljóns fyrir sannindum um yfirburði þeirra er fetað hafa "hina réttu leið" í tónlistarnámi sínu. Allt í lagi þó manni leiðist í námið, bara betra ef eitthvað væri.
Það er nú rétt að taka fram að aðrir skólanefndarmenn voru alls ekki allir á sömu línu og skólastjórinn, til allrar hamingju. Svo lá við að maður fyndi til með þeim yndislegu og undurfögru klassísku verkum og höfundum þeirra, sem hafa hrifið mig og marga fleiri meira en flest annað, alveg frá barnæsku. Þau þurfa ekki á því að halda að vera upphafin á kostnað einhverra annarra. Þætti það örugglega miður að vera notuð í slíkum tilgangi.
Fleira var afskaplega einkennilegt þarna á fundi þessum. Einn fundargesta bar fram þá spurningu hvers vegna engir fatlaðir nemendur stunduðu nám við skólann, þetta er jú "skóli fyrir alla" er sagt, allavega á hátíðis og tyllidögum. Svar skólastjórans var ótrúlegt: "Til þess að kenna fötluðum nemendum þarf músíkþerapista og kennarar hér við skólann treysta sér ekki til að kenna fötluðu fólki"!!
Segi ekki meira í bili, en vil að lokum ítreka það hversu mér var létt þegar ég heyrði að þær skoðanir sem skólastjórinn viðraði þarna voru ekki einróma álit skólanefndarmanna við TA.
Bloggar | 7.11.2007 | 03:01 (breytt 19.7.2011 kl. 02:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
,,International Confederation of reformed Vampires" eru samtök sem ég hef hug á að koma á fót fyrir nátthrafna hvaðanæva úr heiminum, oft kallað ,,B-fólk"
Ég tel fulla þörf á því , þar sem fólk þetta á oft erfitt með að falla inn í samfélagið, nema vera sífellt að stríða gegn eðli sínu. Það er jú A-fólkið sem allt er miðað við.
Svo eru uppi hugmyndir um að nátthrafnarnir eigi jafnvel e-ð fleira sameiginlegt en að vera virkastir og líða best á nóttunni.
Nóg um þetta í bili. ATH Í BILI, því málefni þetta þarf að ræða meira! ......pero ahora es noche, y voy a leer, pues.. y dormir.
Bloggar | 2.11.2007 | 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóvember er genginn í garð. Ég skal segja ykkur það! Hratt líður tíminn og oft hringir síminn..eða þannig...
Það getur verið að auka stafir skjótist hér inn á milli, það eru nefnilega tveir kettir að spássera yfir lyklaborðið svona milli þess sem þeir sitja á öxlinni á mér og rannsaka hvað ég er að skrifa. Hananú!
Nú er annar þeirra búinn að kveikja á prentaranum!
Kettirnir sem hér um ræðir eru tveir YNDISLEGIR Cornish Rex-kettir sem ég fékk hjá henni Kollu minni á Grettisgötunni. Já þessi kattategund er alveg einstök. Þeir hafa krullaðan, silkimjúkan feld, þeir eru ekki síðhærðir heldur hafa þeir fremur snöggan feld, sem liggur í bylgjum og litlum krullum. Þeir fara mjög, mjög, MJÖG lítið úr hárum og margir sem telja sig hafa kattaofnæmi þola vel að vera nálægt þessum elskulegu dýrum. Ég veit um par þar sem báðir aðilar voru með ofnæmi og höfðu ekki getað af þeim sökum haft ketti, en langaði óskaplega mikið til þess. Þetta ágæta par komst svo í kynni við Rex kettina (hjá Kollu sem er ræktandinn) og viti menn! Ofnæmið lét ekki á sér kræla. Kolla leyfði þeim að fara með einn heim til prufu, og það gekk svona ljómandi að þau keyptu hann og eru mjög sæl. Já kattavinir ættu endilega að kynna sér Rex-kettina. Þeir eru svo mannelskir og vitrir, algerir ljúflingar og bráðskemmtileg heimilsdýr.
Bloggar | 2.11.2007 | 01:31 (breytt kl. 01:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekkert smávegis sem gengið hefur á undanfarna daga hjá ráðamönnum höfuðborgarinnar.
Maður er svo gott sem orðlaus yfir því gerræði sem virðist vera meira og minna við lýði á öllum vígstöðvum. Sem betur fer eru þó einhverjir sem spyrna við fótum og reyna að hefta framgang spillingar og siðleysis sem virðist vera í algleymingi í þjóðfélagi voru hvert sem litið er um þessar mundir.
Veit ekki hvernig í ósköpunum maður fer að því að komast að einhverjum sannleika í þessu máli og mér sýnast nú ansi margir standa frammi fyrir þeim vanda. Hugtökin ,,"réttlæti" og ,,sanngirni" virðast svífa einhversstaðar í lausu lofti, þó margir reyni vissulega að halda þeim innan ramma mannlífsins. Það verður þó sífellt erfiðara, get ég ímyndað mér, í þessum veruleika taumlausrar peningahyggju og útrásarófreskjunnar sem sífellt taka á sig nýjar myndir.
En maður getur víst ekki annað en vonað að einhverskonar jafnvægi sé í sjónmáli og hlutirnir færist til betri vegar.
Bloggar | 16.10.2007 | 05:26 (breytt 22.1.2008 kl. 03:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Tónræktin Tónlistarskólinn Tónræktin Hafnarstræti 101 Akureyri
- Tónræktin Tónræktin er tónlistarskóli sem starfað hefur frá árinu 2004. Stofnendur hans eru hjónin Björn Stefán Þórarinsson tónmenntakennari og Sigríður Birna Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari. Við bjóðum upp á fjölbreytt nám og námsleiðir. Góð aðsókn hefur verið að skólanum allan þann tíma sem hann hefur starfað. Við brydduðum upp á mörgum nýjungum í kennsluháttum sem ekki voru til staðar hér í bænum; svo sem hópkennslu, kennslu leikskólabarna, fullorðinna, kennslu fatlaðra þmt. geðfatlaðra. Vórum að nota netið sem hjálpartæki í kennslunni og keypptum til þess myndskjái í hverja kennslustofu. Við komum upp hljóðstúdíói og höfuð boðið upp á kennslu í upptökutækni. Við fórum að kenna rokksöng eftir kerfinu ,,Complete Vocal Techniqe, ásamt fleiri nýungum bæði í námi og kennsluháttum.
- http://tonraektin.is