Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008
Ekki er mađur alltaf jafnheppinn. Kveikti á útvarpinu í morgun og ađ mér setti hroll ţegar yfir eldhúsiđ mitt flćddi rödd úr fortíđinni sem síđur en svo vakti upp góđar minningar, svo ekki sé meira sagt. Rödd sem ég ţekki ţví miđur allt of vel. Jú, ţetta var viđtal viđ skólastjórann á Stóru-Tjörnum í S-Ţing. Nú er víst betra ađ fara varlega og segja ekki of mikiđ. Tilefni viđtalsins skilst mér hafa veriđ kosningar um sameiningarmál ţarna norđur frá.
Mikiđ getur fólk nú villt á sér heimildir. Hann talađi af stakri hógvćrđ um mikilvćgi skólanna í litlum samfélögum. Tónlist, ţorrablót, sameiningu sveitarfélaga og stiklađi á stóru yfir uppruna sinn og feril, sem virtist af eigin áliti hafa veriđ bara nokkuđ góđur innan skólasamfélagsins sem utan. Sjálfsblekkingin í algleymingi. Eftir ítrekađar tilraunir til ađ hasla sér sér völl innan skólakerfisins, međ hugmyndir um nauđsyn einrćđis og pýramídakerfis ađ vopni, situr hann sem kóngur í ríki sínu í litlu samfélagi ţar sem hann ríkir yfir ŢREMUR skólum: Grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Draumur hans um EINN stjórnandi yfir öllum skólum á svćđinu rćttist ţar.
Ći já. Svo kom rćđa um nýafstađnar kosningarnar um sameiningarmál. Einnig kosningar ţćr sem undirskriftalistinn bađ um í kjölfar úrslitanna úr ţeim. Undirskriftarlistinn sem birtist allt í einu og öllum ađ óvörum af ţví er virtist. Birtist bara out of the blue og krafđist ţess ađ ţađ yrđi kosiđ aftur. Undirskriftarlistinn gat ekki hugsađ sér ađ sameinast öđru sveitarfélagi, hvađ ţá ađ eiga á hćttu breytingar á tilhögun skólahalds á svćđinu, jamm og já. Sumir elska völd meira en ađrir. Ţađ hljóta ţví ađ hafa veriđ undirskriftarlistanum mikil vonbrigđi ţegar endurteknar kosningar um sameiningu leiddu til sömu niđurstöđu og áđur.
Bloggar | 6.5.2008 | 03:14 (breytt 3.7.2008 kl. 06:07) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri fćrslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Tónræktin Tónlistarskólinn Tónrćktin Hafnarstrćti 101 Akureyri
- Tónræktin Tónrćktin er tónlistarskóli sem starfađ hefur frá árinu 2004. Stofnendur hans eru hjónin Björn Stefán Ţórarinsson tónmenntakennari og Sigríđur Birna Guđjónsdóttir framhaldsskólakennari. Viđ bjóđum upp á fjölbreytt nám og námsleiđir. Góđ ađsókn hefur veriđ ađ skólanum allan ţann tíma sem hann hefur starfađ. Viđ brydduđum upp á mörgum nýjungum í kennsluháttum sem ekki voru til stađar hér í bćnum; svo sem hópkennslu, kennslu leikskólabarna, fullorđinna, kennslu fatlađra ţmt. geđfatlađra. Vórum ađ nota netiđ sem hjálpartćki í kennslunni og keypptum til ţess myndskjái í hverja kennslustofu. Viđ komum upp hljóđstúdíói og höfuđ bođiđ upp á kennslu í upptökutćkni. Viđ fórum ađ kenna rokksöng eftir kerfinu ,,Complete Vocal Techniqe, ásamt fleiri nýungum bćđi í námi og kennsluháttum.
- http://tonraektin.is
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Hélt kveđjutónleika fyrir fáeinum vikum
- Ozzy Osbourne látinn
- Hvarf sporlaust í Noregi
- 21 barn hefur látist úr vannćringu og hungri á síđustu ţremur dögum
- 27 látnir eftir ađ orrustuţota brotlenti á skóla
- Leikari úr The Cosby Show drukknađi
- Ellefu símar urđu honum ađ falli
- Rússar og Úkraínumenn funda um friđ