Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Ég hélt ég myndi lesa 30 bækur, skrifa hverja bloggfærsluna á fætur annarri, hlusta á tónlist af cd-spilaranum sem Dagný lánaði mér, tala nú ekki um spænskukennsludiskana með M.T. sem hefði verið svo upplagt að láta síast inn í hausinn á sér hérna í friðsældinni. En, nei nei. Ekkert af þessu gerðist og kemur þar ýmislegt til. Reyndar fór ég á upprifjunarnámskeið í frönsku hér eina nóttina, í DRAUMI, og vaknaði með hausinn fullann af orðum sem ég lærði fyrir hundrað árum, en var búin að gleyma. Það er ekki einleikið hvað mig hefur dreymt undarlega og ótrúlega skýra drauma hér á þessum stað. Ég ætla ekki að ræða það frekar hér. Það myndi einungis renna styrkari stoðum undir þann grun að undirrituð væri fjarri því að vera með öllum mjalla.
Nú er greinilegt að ,,senn fer vorið á vængjum yfir Flóann" og maður vonar enn og aftur að sumardagurinn fyrsti sem óðum nálgast beri með sér birtu og yl.
Bloggar | 19.4.2008 | 00:52 (breytt kl. 00:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er ég sem sagt á "hælinu" reyndar er búið að fjarlægja það heiti úr nafni stofnunarinnar. Var víst búið að fá einhverskonar yfirfærða merkingu, frekar neikvæða. En ef maður hugsar út í það þá er "hæli" alveg fyrirtaksorð, m.a. skylt ens."to heal" sem merkir ,,að lækna", ,,gera heilan" og svo auðvitað tengsl þess við ,,skjól" eð ,,skýli" að ,,leita hælis".
Allavega er afskaplega gott að vera hér.
SBG
Bloggar | 4.4.2008 | 16:50 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Tónræktin Tónlistarskólinn Tónræktin Hafnarstræti 101 Akureyri
- Tónræktin Tónræktin er tónlistarskóli sem starfað hefur frá árinu 2004. Stofnendur hans eru hjónin Björn Stefán Þórarinsson tónmenntakennari og Sigríður Birna Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari. Við bjóðum upp á fjölbreytt nám og námsleiðir. Góð aðsókn hefur verið að skólanum allan þann tíma sem hann hefur starfað. Við brydduðum upp á mörgum nýjungum í kennsluháttum sem ekki voru til staðar hér í bænum; svo sem hópkennslu, kennslu leikskólabarna, fullorðinna, kennslu fatlaðra þmt. geðfatlaðra. Vórum að nota netið sem hjálpartæki í kennslunni og keypptum til þess myndskjái í hverja kennslustofu. Við komum upp hljóðstúdíói og höfuð boðið upp á kennslu í upptökutækni. Við fórum að kenna rokksöng eftir kerfinu ,,Complete Vocal Techniqe, ásamt fleiri nýungum bæði í námi og kennsluháttum.
- http://tonraektin.is