Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Fyrir nokkrum vikum bættist við einn meðlimur í fjölskylduna. Það er hún ungfrú Annabella Viktoría, rauðgulbröndóttur kettlingur frá Sandhólum í Eyjafjarðarsveit. Henni var komið til manna af heimasætunni Þórlaugu, sem sá móður hennar, sem er villiköttur, með örsmáa kettlinga inn í hlöðu.Tók hún fyrst einn kettling, kolsvartan, sem nú gegnir nafninu ,,Púmba" í sína vörslu. Hann var svo lítill að hún varð að gefa honum að drekka úr sérstaklega útbúnum pela. Hann dafnaði vel.
U.þ.b. hálfum mánuði eftir þetta sá Þórlaug læðuna aftur, en þá var hún komin á annan stað í útihúsunum með kettlingana sem eftir voru. Henni tókst að ná tveimur þeirra, en einn varð eftir hjá móðurinni.
Þessir tveir sem heimasætan Þórlaug náði, voru systurnar Annabella og Ísabella. Eins og áður segir býr Annabella hjá okkur í Helgamagrastræti, en Ísabella, sem er svartyrjótt á lit flutti til Reykjavíkur með Unni Birnu.
Sést hefur til móðurinnar og kettlingsins sem eftir varð hjá henni í útihúsum á Sandhólum. Þau eru ljónstygg og sá stutti sem er gulbröndóttur högni, er að sögn orðinn stór og myndarlegur, meira en helmingi stærri en systkini hans.
Ég hef það fyrir satt að kettir þessir séu komnir í beinan kvenlegg frá hinum eina og sanna JÓLAKETTI sem svo margar sagnir eru til um.
Það er einmitt það. Jólakötturinn hefur ekki haft sem best orð á sér í gegnum tíðina, en nú er sannleikurinn loks kominn upp á yfirborðið. Loks getur kötturinn sá notið sannmælis. Þar sem ungfrú Annabella er afkomandi hans, spurði ég hana hvað hún vissi um þessa forvitnilegu veru. Mér til undrunar vissi hún meira en mig hafði grunað. Hún vissi allan sannleikann um hinn ægilega Jólakött sem hrætt hefur alla þjóðina svo lengi sem sögur fara af.
Saga ungfrú Önnubellu:
Bloggar | 22.11.2008 | 02:25 (breytt kl. 02:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Tónræktin Tónlistarskólinn Tónræktin Hafnarstræti 101 Akureyri
- Tónræktin Tónræktin er tónlistarskóli sem starfað hefur frá árinu 2004. Stofnendur hans eru hjónin Björn Stefán Þórarinsson tónmenntakennari og Sigríður Birna Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari. Við bjóðum upp á fjölbreytt nám og námsleiðir. Góð aðsókn hefur verið að skólanum allan þann tíma sem hann hefur starfað. Við brydduðum upp á mörgum nýjungum í kennsluháttum sem ekki voru til staðar hér í bænum; svo sem hópkennslu, kennslu leikskólabarna, fullorðinna, kennslu fatlaðra þmt. geðfatlaðra. Vórum að nota netið sem hjálpartæki í kennslunni og keypptum til þess myndskjái í hverja kennslustofu. Við komum upp hljóðstúdíói og höfuð boðið upp á kennslu í upptökutækni. Við fórum að kenna rokksöng eftir kerfinu ,,Complete Vocal Techniqe, ásamt fleiri nýungum bæði í námi og kennsluháttum.
- http://tonraektin.is
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Hámarksgreiðslan hækkar úr 800 þúsund í 900 þúsund
- Öflugar þyrlur eru ekki lagervara
- Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum
- Bandarískir tollar hafa áhrif: Óvissa ríkir
- 3,3 milljarðar í varnarmál og stuðning við Úkraínu
- Kaupendur komnir að Hótel Bjarkalundi
- Valdeflir hinsegin fólk á flótta
- 125 milljarðar í fjármagnskostnað ergja mig
- Ferðamenn í vandræðum við Landmannalaugar
- Víxlverkunarfrumvarp Ingu hvergi að finna
Erlent
- Norskir kjósendur gramir yfir SMS-skeyti
- Tveir lögreglumenn skotnir til bana
- Skutu fimm til bana í Jerúsalem
- Veita 41 milljarði til varnarmála
- Þrjár ungar konur látnar eftir húsbruna í Noregi
- Dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að bana þremur með sveppum
- Gefur Hamas sína hinstu viðvörun
- Gerðist plötusnúður 65 ára og slær nú í gegn
- Verkföll lama neðanjarðarlestakerfið í nokkra daga
- Íhuga að hýsa hælisleitendur á herstöðvum
Fólk
- Söngvari Supertramp er látinn
- Íslenskur sauðfjárbóndi vekur athygli í auglýsingu
- Við kynntumst 12 árum eftir að dóttir okkar fæddist
- Núna er líf mitt bara klúbbur
- Kókaínlínan sem eyðilagði 4 milljóna dala samninga
- Höfða mál vegna dauða Angie Stone
- Hann var í þessari tilvistarkreppu þegar hann fékk hugljómun
- Ég trúi ekki á heimavinnu
- Sunna ráðin til Listasafns Reykjavíkur
- Laufey tekur þátt í nýrri kvikmynd
Viðskipti
- Ætla ekki að vaxa aðeins til að vaxa
- Hið ljúfa líf: Skyldi þetta vera kóngurinn?
- Orkan er aðalhráefnið
- Jarðtengingin kemur úr samskiptum
- Helgun starfsmanna vandamál
- Gervigreindin mun breyta miklu í rekstri
- Hvurs virði er atvinnustefna?
- Arion og utanríkisráðuneytið benda hvort á hitt
- Fréttaskýring: Einhvers staðar verða vondir að versla
- Tungumálakrafa ESB gagnrýnd