Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Annabella

Fyrir nokkrum vikum bættist við einn meðlimur í fjölskylduna. Það er hún ungfrú Annabella Viktoría, rauðgulbröndóttur kettlingur frá Sandhólum í Eyjafjarðarsveit.  Henni var komið til manna af heimasætunni Þórlaugu, sem sá móður hennar, sem er villiköttur, með örsmáa kettlinga inn í hlöðu.Tók hún fyrst einn kettling, kolsvartan, sem nú gegnir nafninu ,,Púmba" í sína vörslu. Hann var svo lítill að hún varð að gefa honum að drekka úr sérstaklega útbúnum pela. Hann dafnaði vel.

U.þ.b. hálfum mánuði eftir þetta sá Þórlaug læðuna aftur, en þá var hún komin á annan stað í útihúsunum með kettlingana sem eftir voru. Henni tókst að ná tveimur þeirra, en einn varð eftir hjá móðurinni.

Þessir tveir sem heimasætan Þórlaug náði, voru systurnar Annabella og Ísabella. Eins og áður segir býr Annabella hjá okkur í Helgamagrastræti, en Ísabella, sem er svartyrjótt á lit flutti til Reykjavíkur með Unni Birnu.

 Sést hefur til móðurinnar og kettlingsins sem eftir varð hjá henni í útihúsum á Sandhólum. Þau eru ljónstygg og sá stutti sem er gulbröndóttur högni, er að sögn orðinn stór og myndarlegur, meira en helmingi stærri en systkini hans.

Ég hef það fyrir satt að kettir þessir séu komnir í beinan kvenlegg frá hinum eina og sanna JÓLAKETTI sem svo margar sagnir eru til um.

Það er einmitt það. Jólakötturinn hefur ekki haft sem best orð á sér í gegnum tíðina, en nú er sannleikurinn loks kominn upp á yfirborðið. Loks getur kötturinn sá notið sannmælis. Þar sem ungfrú Annabella er afkomandi hans, spurði ég hana hvað hún vissi um þessa forvitnilegu veru. Mér til undrunar vissi hún meira en mig hafði grunað.  Hún vissi allan sannleikann um hinn ægilega Jólakött sem hrætt hefur alla þjóðina svo lengi sem sögur fara af.

Saga ungfrú Önnubellu:


Höfundur

Sigríður Birna Guðjónsdóttir

Höfundur heitir Sigríður Birna Guðjónsdóttir og býr á Akureyri, Helgamagrastræti 9 Akureyri.

 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...imb_og_dval
  • DSC 0050
  • Ágúst 2008.. 319
  • Ágúst 2008.. 228
  • I Love You Brother

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband