Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Datt mér ekki í hug. Nú byrjar söngurinn um að virkja, virkja, virkja. Umhverfið, landið okkar og náttúran á ekki lengur að ,,njóta vafans" eins og skein í gegn í viðtali við Kristján Þór Júlíusson þegar rætt var um hvort ekki skuli ljúka umhverfismatsferli á Bakka við Húsavík. Nei, Það á bara að sleppa því . Láta slag standa. Reisa álver sem víðast og örugglega dreymir þessa menn (því Kristján er nú aldeilis ekki einn um þessa skoðun) um fleiri afbrigði af eiturspúandi stóriðjufyrirtækjum. Nú er lag. Nú er lag að fá fólk til að trúa þessari bölvuðu vitleysu. Já, ég segi bölvuðu, því þau áform að ráðast gegn náttúru Íslands, lífinu, sem þar fyrirfinnst er ekki af hinu góða.
Bloggar | 14.10.2008 | 08:14 (breytt 19.10.2008 kl. 03:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langt hlé hefur myndast í bloggfærslum mínum. Það er nú eins og það er.
En ég var að velta svolitlu fyrir mér í öllum þessum látum sem eiga sér stað vegna fjármálakreppunnar
Það er verið að setja á laggirnar aðstöðu til áfallahjápar út um allt land til að taka við örvinluðu fólki, reiðu og döpru vegna ástandsins sem hefur myndast hjá þjóðinni. Það er í sjálfu sér ágætt, en kannski er vert að hafa í huga að ekki má það fara þannig að þeir sem eru reiðir, sárir og finnst þeir órétti beittir fari allir inn í eitthvert geðbatterí sem miðar að því að ,,lækna" fólk af öllum þessum viðbrögðum við óréttlætinu. Fólk verður líka að láta tilfinningar sínar þ.á.m. reiði vegna stöðu mála, í ljós við þá sem eru við stjórnvölinn í þessu blessaða landi okkar, sýna samstöðu um að svona viljum við ekki hafa hlutina, viljum ekki sætta okkur við að tiltölulega fáir einstaklingar geti rústað lífi svo ótalmargra á svipstundu án þess að nokkuð verði að gert. Er nokkur hætta á því að stjórnvöld leggi OFURáherslu á að smala hávaðanum af þjóðinni inn á sjúkrahús til þess að slá á einkennin svo þau hafi frið til að halda áfram uppteknum hætti? það voru jú þau, með núverandi seðlabankastjóra í broddi fylkingar sem sköpuðu jarðveginn fyrir græðgisvæðinguna.
Ég meina bara þetta: Auðvitað á að hjálpa öllum eins og hægt er, sumir eru í verulega slæmum málum ( kannski ég líka, ég bara veit það ekki ) eins og að eiga á hættu að missa húsin sín t.d. En það má ekki svæfa baráttuvilja fólksins. Viljann til að breyta og berjast fyrir öðruvísi samfélagi en því sem hér hefur verið spólað upp af stjórnvöldum undanfarin ár.
Bloggar | 10.10.2008 | 14:52 (breytt 12.10.2008 kl. 19:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Tónræktin Tónlistarskólinn Tónræktin Hafnarstræti 101 Akureyri
- Tónræktin Tónræktin er tónlistarskóli sem starfað hefur frá árinu 2004. Stofnendur hans eru hjónin Björn Stefán Þórarinsson tónmenntakennari og Sigríður Birna Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari. Við bjóðum upp á fjölbreytt nám og námsleiðir. Góð aðsókn hefur verið að skólanum allan þann tíma sem hann hefur starfað. Við brydduðum upp á mörgum nýjungum í kennsluháttum sem ekki voru til staðar hér í bænum; svo sem hópkennslu, kennslu leikskólabarna, fullorðinna, kennslu fatlaðra þmt. geðfatlaðra. Vórum að nota netið sem hjálpartæki í kennslunni og keypptum til þess myndskjái í hverja kennslustofu. Við komum upp hljóðstúdíói og höfuð boðið upp á kennslu í upptökutækni. Við fórum að kenna rokksöng eftir kerfinu ,,Complete Vocal Techniqe, ásamt fleiri nýungum bæði í námi og kennsluháttum.
- http://tonraektin.is