Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Jæja, nú er búið að frumsýna verkið sem Unnur Birna hefur verið að spila í, Jesus Christ Superstar, Borgarleikhúsinu.
Hún spilar þar á fiðlu eins og engill, hún er frábær! Við sáum rennsli um daginn og ég sá náttúrulega BARA Unni, fannst hún BEST. En auðvitað var þetta allt flott. Sviðsmyndin fannst mér góð, Ingvar Sigurðssoon frábær eins og venjulega og aðrir söngvarar og leikarar gerðu þetta vel, þó hefði textinn mátt skila sér betur hjá sumum. Lokalagið: Gæsahúð og Tár, góðan daginn.
Ég er búin að vera þrælstressuð yfir þessari frumsýningu. Ekki það að nein sértök ástæða hafi verið til þess, svo er ég líka svo oft búin að sjá hvað Unnur mín er töff og einbeitt þegar svo ber undir. Það er bara mömmuhjartað sem lætur ekki að sér hæða, maður er með hnút í maganum, vöðvabólgu, hraðan hjartslátt og varla viðmælandi þegar elsku ljósin manns eru annars vegar. En þetta gekk nú allt vel og nú er bara að vona að þannig verði áfram.
Til hamingju!
Bloggar | 29.12.2007 | 02:16 (breytt kl. 18:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Tónræktin Tónlistarskólinn Tónræktin Hafnarstræti 101 Akureyri
- Tónræktin Tónræktin er tónlistarskóli sem starfað hefur frá árinu 2004. Stofnendur hans eru hjónin Björn Stefán Þórarinsson tónmenntakennari og Sigríður Birna Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari. Við bjóðum upp á fjölbreytt nám og námsleiðir. Góð aðsókn hefur verið að skólanum allan þann tíma sem hann hefur starfað. Við brydduðum upp á mörgum nýjungum í kennsluháttum sem ekki voru til staðar hér í bænum; svo sem hópkennslu, kennslu leikskólabarna, fullorðinna, kennslu fatlaðra þmt. geðfatlaðra. Vórum að nota netið sem hjálpartæki í kennslunni og keypptum til þess myndskjái í hverja kennslustofu. Við komum upp hljóðstúdíói og höfuð boðið upp á kennslu í upptökutækni. Við fórum að kenna rokksöng eftir kerfinu ,,Complete Vocal Techniqe, ásamt fleiri nýungum bæði í námi og kennsluháttum.
- http://tonraektin.is