Fyrir nokkrum vikum bættist við einn meðlimur í fjölskylduna. Það er hún ungfrú Annabella Viktoría, rauðgulbröndóttur kettlingur frá Sandhólum í Eyjafjarðarsveit. Henni var komið til manna af heimasætunni Þórlaugu, sem sá móður hennar, sem er villiköttur, með örsmáa kettlinga inn í hlöðu.Tók hún fyrst einn kettling, kolsvartan, sem nú gegnir nafninu ,,Púmba" í sína vörslu. Hann var svo lítill að hún varð að gefa honum að drekka úr sérstaklega útbúnum pela. Hann dafnaði vel.
U.þ.b. hálfum mánuði eftir þetta sá Þórlaug læðuna aftur, en þá var hún komin á annan stað í útihúsunum með kettlingana sem eftir voru. Henni tókst að ná tveimur þeirra, en einn varð eftir hjá móðurinni.
Þessir tveir sem heimasætan Þórlaug náði, voru systurnar Annabella og Ísabella. Eins og áður segir býr Annabella hjá okkur í Helgamagrastræti, en Ísabella, sem er svartyrjótt á lit flutti til Reykjavíkur með Unni Birnu.
Sést hefur til móðurinnar og kettlingsins sem eftir varð hjá henni í útihúsum á Sandhólum. Þau eru ljónstygg og sá stutti sem er gulbröndóttur högni, er að sögn orðinn stór og myndarlegur, meira en helmingi stærri en systkini hans.
Ég hef það fyrir satt að kettir þessir séu komnir í beinan kvenlegg frá hinum eina og sanna JÓLAKETTI sem svo margar sagnir eru til um.
Það er einmitt það. Jólakötturinn hefur ekki haft sem best orð á sér í gegnum tíðina, en nú er sannleikurinn loks kominn upp á yfirborðið. Loks getur kötturinn sá notið sannmælis. Þar sem ungfrú Annabella er afkomandi hans, spurði ég hana hvað hún vissi um þessa forvitnilegu veru. Mér til undrunar vissi hún meira en mig hafði grunað. Hún vissi allan sannleikann um hinn ægilega Jólakött sem hrætt hefur alla þjóðina svo lengi sem sögur fara af.
Saga ungfrú Önnubellu:
Flokkur: Bloggar | 22.11.2008 | 02:25 (breytt kl. 02:41) | Facebook
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Tónræktin Tónlistarskólinn Tónræktin Hafnarstræti 101 Akureyri
- Tónræktin Tónræktin er tónlistarskóli sem starfað hefur frá árinu 2004. Stofnendur hans eru hjónin Björn Stefán Þórarinsson tónmenntakennari og Sigríður Birna Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari. Við bjóðum upp á fjölbreytt nám og námsleiðir. Góð aðsókn hefur verið að skólanum allan þann tíma sem hann hefur starfað. Við brydduðum upp á mörgum nýjungum í kennsluháttum sem ekki voru til staðar hér í bænum; svo sem hópkennslu, kennslu leikskólabarna, fullorðinna, kennslu fatlaðra þmt. geðfatlaðra. Vórum að nota netið sem hjálpartæki í kennslunni og keypptum til þess myndskjái í hverja kennslustofu. Við komum upp hljóðstúdíói og höfuð boðið upp á kennslu í upptökutækni. Við fórum að kenna rokksöng eftir kerfinu ,,Complete Vocal Techniqe, ásamt fleiri nýungum bæði í námi og kennsluháttum.
- http://tonraektin.is
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.