Úlfar í sauðagæru

Ekki er maður alltaf jafnheppinn. Kveikti á útvarpinu í morgun og að mér setti hroll þegar yfir eldhúsið mitt flæddi rödd úr fortíðinni sem síður en svo vakti upp góðar minningar, svo ekki sé meira sagt. Rödd sem ég þekki því miður allt of vel. Jú, þetta var viðtal við skólastjórann á Stóru-Tjörnum í S-Þing. Nú er víst betra að fara varlega og segja ekki of mikið. Tilefni viðtalsins skilst mér hafa verið kosningar um sameiningarmál þarna norður frá.

Mikið getur fólk nú villt á sér heimildir. Hann talaði af stakri hógværð um  mikilvægi skólanna í litlum samfélögum. Tónlist, þorrablót, sameiningu sveitarfélaga og stiklaði á stóru yfir uppruna sinn og feril, sem virtist af eigin áliti hafa verið  bara nokkuð góður innan skólasamfélagsins sem utan. Sjálfsblekkingin í algleymingi. Eftir ítrekaðar tilraunir til að hasla sér sér völl innan skólakerfisins, með hugmyndir um nauðsyn einræðis og pýramídakerfis að vopni, situr hann sem kóngur í ríki sínu í litlu samfélagi þar sem hann ríkir yfir ÞREMUR skólum: Grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Draumur hans um EINN stjórnandi yfir öllum skólum á svæðinu rættist þar.

Æi já. Svo kom ræða um nýafstaðnar kosningarnar um sameiningarmál. Einnig  kosningar þær sem undirskriftalistinn bað um í kjölfar úrslitanna úr þeim.  Undirskriftarlistinn sem birtist allt í einu og öllum að óvörum af því er virtist. Birtist bara out of the blue og krafðist þess að það yrði kosið aftur. Undirskriftarlistinn gat ekki hugsað sér að sameinast öðru sveitarfélagi, hvað þá að eiga á hættu breytingar á tilhögun skólahalds á svæðinu, jamm og já. Sumir elska völd meira en aðrir.  Það hljóta því að hafa verið undirskriftarlistanum mikil vonbrigði þegar endurteknar kosningar um sameiningu leiddu til sömu niðurstöðu og áður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Birna Guðjónsdóttir

Höfundur heitir Sigríður Birna Guðjónsdóttir og býr á Akureyri, Helgamagrastræti 9 Akureyri.

 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...imb_og_dval
  • DSC 0050
  • Ágúst 2008.. 319
  • Ágúst 2008.. 228
  • I Love You Brother

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband