18.apríl á Heilsustofnun NLFÍ (vandræði með þetta nafn..)

Ég hélt ég myndi lesa 30 bækur, skrifa hverja bloggfærsluna á fætur annarri, hlusta á tónlist af cd-spilaranum sem Dagný lánaði mér, tala nú ekki um spænskukennsludiskana með M.T. sem hefði verið svo upplagt að láta síast inn í hausinn á sér hérna í friðsældinni. En, nei nei. Ekkert af þessu gerðist og kemur þar ýmislegt til. Reyndar fór ég á upprifjunarnámskeið í frönsku hér eina nóttina, í DRAUMI, og vaknaði með hausinn fullann af orðum sem ég lærði fyrir hundrað árum, en var búin að gleyma. Það er ekki einleikið hvað mig hefur dreymt undarlega og ótrúlega skýra drauma hér á þessum stað. Ég ætla ekki að ræða það frekar hér.  Það myndi einungis renna styrkari stoðum undir þann grun að undirrituð væri fjarri því að vera með öllum mjalla.

Nú er greinilegt að ,,senn fer vorið á vængjum yfir Flóann"  og maður vonar enn og aftur að sumardagurinn fyrsti sem óðum nálgast beri með sér birtu og yl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þann 18. apríl 2008 gast þú svarað mér án umhugsunar hvaða dagur var.

Samtalið hljóðaði svona:

Ég: "Æ, hvaða dagur er í dag..."

Þú: "Föstudagur!"

Ég: "Nei svona þúveist...æ mánaðardagur...?"

Þú: "18. apríl tvöþúsundogátta!!"

Ég: "Vá... bíddu af hverju veist þú þetta?"

Þú: "Hahaha, ég veit það ekki?"

Ég: "Skrifum þetta niður: "Þann ..." æ, hvaða dagur er aftur..."

Þú: "18. apríl 2003!"

Ég: "Ha.. nei 2008"

Þú: "Já æ haha, uss, gleymum þessu, ég sagði 2008!"

Fokk hvað ég man ekki neitt... 

Sumardagurinn fyrsti ber frekar með sér birtu og yl en irtu og byl. 

Unnur Birna (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Birna Guðjónsdóttir

Höfundur heitir Sigríður Birna Guðjónsdóttir og býr á Akureyri, Helgamagrastræti 9 Akureyri.

 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...imb_og_dval
  • DSC 0050
  • Ágúst 2008.. 319
  • Ágúst 2008.. 228
  • I Love You Brother

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband