Nú er hann Nonni Boggi (Jón Guðbergur), bröndótti skapgóði, flotti kötturinn minn með hringuðu rófuna (já, svona eins og íslenskur fjárhundur) að verða 6 ára. Hann er unglegur og hress og ennþá svolítill prakkari eins og þegar hann var lítill og braut vasa og borðaði rósir og ég orti um hann þessa vísu:
Brýtur lampa, borðar rósir,
brýst svo inn í ísskápinn.
Tiplar yfir tómar dósir
tindilfætti kötturinn.
Flokkur: Bloggar | 9.2.2008 | 01:24 (breytt 28.3.2008 kl. 21:37) | Facebook
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Tónræktin Tónlistarskólinn Tónræktin Hafnarstræti 101 Akureyri
- Tónræktin Tónræktin er tónlistarskóli sem starfað hefur frá árinu 2004. Stofnendur hans eru hjónin Björn Stefán Þórarinsson tónmenntakennari og Sigríður Birna Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari. Við bjóðum upp á fjölbreytt nám og námsleiðir. Góð aðsókn hefur verið að skólanum allan þann tíma sem hann hefur starfað. Við brydduðum upp á mörgum nýjungum í kennsluháttum sem ekki voru til staðar hér í bænum; svo sem hópkennslu, kennslu leikskólabarna, fullorðinna, kennslu fatlaðra þmt. geðfatlaðra. Vórum að nota netið sem hjálpartæki í kennslunni og keypptum til þess myndskjái í hverja kennslustofu. Við komum upp hljóðstúdíói og höfuð boðið upp á kennslu í upptökutækni. Við fórum að kenna rokksöng eftir kerfinu ,,Complete Vocal Techniqe, ásamt fleiri nýungum bæði í námi og kennsluháttum.
- http://tonraektin.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.