Kötturinn Manni 17 ára

Elsti kötturinn minn, síamskötturinn Manni er  nú orðinn 17 ára gamall. Blessaður kallinn er búinn að ganga með okkur í gegnum þunnt og þykkt síðastliðin 17 ár! Unnur var var bara þriggja ára þegar hann kom til skjalanna, var sendur til okkar með flugvél norður að Laugum þar sem við vorum þá búsett (í allt of langan tíma, en það er nú önnur saga) og Dagný var ekki fædd! Hann er sumsé þremur árum eldri en yngri dóttir okkar sem er 14. (Þetta er farið að hljóma eins og reiknisdæmi, LESDÆMI, en undirritaðri var meinilla við slík fyrirbæri hér í eina tíð...

En áfram um ketti. Við eigum eins og áður segir hann MANNA (17), NONNA BOGGA (5) og svo Rex-kettina SIMBA og SVALA sem báðir eru fjögurra ára gamlir. Þetta eru allt yndislegar verur.

Já, það er eitthvað við ketti sem alla tíð hefur heillað mig. Það er svo gaman að fylgjast með því hversu ólíkar persónur allir þessir fjórir gæjar mínir eru. Ég fann fyrir þá hvern og einn alveg ágætis lýsingarorð, sem einnig geta staðið sem nöfn: ,,Háttvís, Ratvís, Hvatvís og Alvís." Manni minn er Alvís, hann er svo gáfaður og lífsreyndur, Nonni Boggi Ratvís, blessaður bröndótti töffarinn minn sem rataði heim aftur eftir að hafa horfið í 4 daga eftir að við fluttum, Svali Rex er Hvatvís, en ég er þess fullviss að væri hann manneskja teldist hann ofvirkur, með vott af athyglisbresti..en hann er svo mikið, mikið , mikið góður og hann er sá eini þeirra sem horfir í spegil og á sjónvarp. Þá er hann elsku Simbi minn eftir, en orðið Háttvís á einstaklega vel við hann. Virðulegri og yndislegri veru er vart hægt að hugsa sér. Yfir houm er einhver undursamleg ró og fegurð. 

Ég get talað meira um kettina mína og öll hin dýrin á heimilinu, en það bíður betri tíma því eins og vant er þá er komin hánótt þegar ég sest við skriftir. En, Manni minn! Til hamingju með 17 ára afmælið. Heill sé þér vinur, vitri og tignarlegi öldungur!  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Falleg skrif um kött. Hjá mér býr einn 14 ára og við höfum farið í gegnum margt saman. Takk.

Halldóra Halldórsdóttir, 27.11.2007 kl. 18:10

2 identicon

Æ, hann elsku Manni minn! Verst að ég get ekki verið hjá honum á afmælisdaginn. :(

Unnur Birna (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Birna Guðjónsdóttir

Höfundur heitir Sigríður Birna Guðjónsdóttir og býr á Akureyri, Helgamagrastræti 9 Akureyri.

 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...imb_og_dval
  • DSC 0050
  • Ágúst 2008.. 319
  • Ágúst 2008.. 228
  • I Love You Brother

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband