Ég var á furðulegum fundi hér á Akureyri um daginn. (30. okt.) Það var opinn fundur um málefni Tónlistarskólans á Akureyri sem skólanefnd Akureyrarbæjar með embættismanninn Gunnar Gíslason í fararbroddi efndi til.
Þannig vildi nú til að fyrrnefndur Gunnar Gíslason, (deildarstjóri skóladeildar, fræðslustjóri og framkvæmdastjóri skólanefndar) var veðurtepptur í Reykjavík þetta kvöld sem fundurinn fór fram, þannig að skólastjóri tónlistarskólans bar hitann og þungann af stjórn og umræðuefnum fundarins.
Fljótlega kom í ljós að meginmarkmið samkomu þessarar var að gera almenningi ljóst að Tónlistarskóli nn á Akureyri væri hin eina og sanna menntastofnun er sinnti tónlistarkennslu hér í bænum, allt annað, eða svonefndir "hobbýskólar" (orðalag skólastjórans) væru bara bull og hefðu engan rétt á sér, eða svo ég vitni beint í eina af mörgum glærum sem skólastjórinn hafði sér til fulltingis: "Við þurfum ekki: Hobbýskóla". Þessari fullyrðingu fylgdi hann síðan úr hlaði með lýsingum á því hversu mikilvægt væri að nemendur lærðu "rétt" og gleymdu sér ekki í því sem þeim þætti gaman. Tónlistarkennsla, þannig úr garði gerð að nemendur hefðu gaman að tónlistartímum, var að hans mati afar varhugaverð. Síðan fór hann að nefna dæmi um tónlistarmenn úr dægurlagageiranum sem væru nú ekki aldeilis þeirrar gerðar að vera "góðar fyrirmyndir". Þar nefndi hann sérstaklega MEGAS. Taldi hann illa talandi og laglausan. Sem sagt: Afar vond fyrirmynd.
Síðan kom fullyrðing um að klassískt lærðir söngvarar ættu ekki í neinum vandræðum með að syngja dægurlög, en ef dægurlagasöngvarar ættu að fara að bregða sér í hlutverk klassískra söngvara þá væri nú aldeilis annað uppi á teningnum! "Hvernig haldið þið til dæmis að það yrði ef Britney Spears ætlaði að reyna að syngja klassík....." Þegar hér var komið var undirrituð oðin mjög vel meðvituð um hrokann sem einkenndi framgöngu ræðumanns. Sami gamli lífsegi tendensinn að upphefja eitthvað á kostnað annars. Allt í lagi að gera lítið úr nokkrum ómerkilegum poppurum í leiðinni ef það mætti verða til þess að opna augu hins fávísa meðaljóns fyrir sannindum um yfirburði þeirra er fetað hafa "hina réttu leið" í tónlistarnámi sínu. Allt í lagi þó manni leiðist í námið, bara betra ef eitthvað væri.
Það er nú rétt að taka fram að aðrir skólanefndarmenn voru alls ekki allir á sömu línu og skólastjórinn, til allrar hamingju. Svo lá við að maður fyndi til með þeim yndislegu og undurfögru klassísku verkum og höfundum þeirra, sem hafa hrifið mig og marga fleiri meira en flest annað, alveg frá barnæsku. Þau þurfa ekki á því að halda að vera upphafin á kostnað einhverra annarra. Þætti það örugglega miður að vera notuð í slíkum tilgangi.
Fleira var afskaplega einkennilegt þarna á fundi þessum. Einn fundargesta bar fram þá spurningu hvers vegna engir fatlaðir nemendur stunduðu nám við skólann, þetta er jú "skóli fyrir alla" er sagt, allavega á hátíðis og tyllidögum. Svar skólastjórans var ótrúlegt: "Til þess að kenna fötluðum nemendum þarf músíkþerapista og kennarar hér við skólann treysta sér ekki til að kenna fötluðu fólki"!!
Segi ekki meira í bili, en vil að lokum ítreka það hversu mér var létt þegar ég heyrði að þær skoðanir sem skólastjórinn viðraði þarna voru ekki einróma álit skólanefndarmanna við TA.
Flokkur: Bloggar | 7.11.2007 | 03:01 (breytt 19.7.2011 kl. 02:48) | Facebook
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Tónræktin Tónlistarskólinn Tónræktin Hafnarstræti 101 Akureyri
- Tónræktin Tónræktin er tónlistarskóli sem starfað hefur frá árinu 2004. Stofnendur hans eru hjónin Björn Stefán Þórarinsson tónmenntakennari og Sigríður Birna Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari. Við bjóðum upp á fjölbreytt nám og námsleiðir. Góð aðsókn hefur verið að skólanum allan þann tíma sem hann hefur starfað. Við brydduðum upp á mörgum nýjungum í kennsluháttum sem ekki voru til staðar hér í bænum; svo sem hópkennslu, kennslu leikskólabarna, fullorðinna, kennslu fatlaðra þmt. geðfatlaðra. Vórum að nota netið sem hjálpartæki í kennslunni og keypptum til þess myndskjái í hverja kennslustofu. Við komum upp hljóðstúdíói og höfuð boðið upp á kennslu í upptökutækni. Við fórum að kenna rokksöng eftir kerfinu ,,Complete Vocal Techniqe, ásamt fleiri nýungum bæði í námi og kennsluháttum.
- http://tonraektin.is
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
Athugasemdir
ég er orðlaus.
Ég trúi ekki að ég hafi útskrifast úr þessum skóla. Þetta þykir mér hreint óviðunandi og afar ómerkileg hegðun af skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri.
Einsog alla tíð var sagt við mig í mínu námi þegar ég minntist á það að improvisera, var "Já það geta allir bullað eitthvað"
-merkilegra var það nú ekki.
Ótrúlegt. Hobbyskólar?! Og hvað, má þá tónlist ekki vera hobby? Á að útskrifa tvö hundruð klassíska einleikara/sinfóníudúkkur? Má venjulegt fólk ekki getað spilað á hljóðfæri, kunnað uppáhaldslögin sín?
Og að lokum, er þessi skólastjóri frjór tónlistarmaður á framabraut?
Unnur Birna (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:00
Þetta er fáránlegt. Algert rugl!
Gátuð þið Bassi ekki skotið hann í kaf? Hafði fólk ekkert útá þennan málflutning að setja?
Ævar Þór Benediktsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.