Góðan daginn!

Nóvember er genginn í garð.  Ég skal segja ykkur það! Hratt líður tíminn og oft hringir síminn..Smileeða þannig...

Það getur verið að auka stafir skjótist hér inn á milli, það eru nefnilega tveir kettir að spássera yfir lyklaborðið svona milli þess sem þeir sitja á öxlinni á mér og rannsaka hvað ég er að skrifa.  Hananú!

Nú er annar þeirra búinn að kveikja á prentaranum! 

Kettirnir sem hér um ræðir eru tveir YNDISLEGIR Cornish Rex-kettir sem ég fékk hjá henni Kollu minni á Grettisgötunni. Já þessi kattategund er alveg einstök. Þeir hafa krullaðan, silkimjúkan feld, þeir eru ekki síðhærðir heldur hafa þeir fremur snöggan feld, sem liggur í bylgjum og litlum krullum. Þeir fara mjög, mjög, MJÖG lítið úr hárum og margir sem telja sig hafa kattaofnæmi þola vel að vera nálægt þessum elskulegu dýrum. Ég veit um par þar sem báðir aðilar voru með ofnæmi og höfðu ekki getað af þeim sökum haft ketti, en langaði óskaplega mikið til þess. Þetta ágæta par komst svo í kynni við Rex kettina (hjá Kollu sem er ræktandinn) og viti menn! Ofnæmið lét ekki á sér kræla. Kolla leyfði þeim að fara með einn heim til prufu, og það gekk svona ljómandi að þau keyptu hann og eru mjög sæl.  Já kattavinir ættu endilega að kynna sér Rex-kettina. Þeir eru svo mannelskir og vitrir, algerir ljúflingar og bráðskemmtileg heimilsdýr. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Birna Guðjónsdóttir

Höfundur heitir Sigríður Birna Guðjónsdóttir og býr á Akureyri, Helgamagrastræti 9 Akureyri.

 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...imb_og_dval
  • DSC 0050
  • Ágúst 2008.. 319
  • Ágúst 2008.. 228
  • I Love You Brother

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband